Almennar reglur

  • Einstaklingur með húðbólgu (exem) má ekki gefa blóð ef: 
    • Hefur einkenni á stungusvæði
    • Hefur einkenni einkenni á stórum hluta húðar eða sýkingu á húðsvæði
    • Er á meðferð með sterum, t.d. töflum, sprautum, eða kremum yfir stór svæði
    • Hefur fengið ónæmisbælandi meðferð á síðastliðnum 12 mánuðum

Nánari útskýringar

  • Ef einkenni eru á litlu húðsvæði og ekki á stungustað, má gefa blóð ef engin eða einungis útvortis meðferð á litlu húðsvæði

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Exem lýsir sér sem bólga í húð og veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta getur verið hluti af ofnæmisviðbragði eða ekki. Í exemútbrot getur komið sýking og þess vegna mega einkenni ekki vera á stungusvæði
  • Sterameðferð með háum skömmtun veldur ónæmisbælingu. Þetta getur falið sýkingar- og bólguástand sem annars myndi þykja tilefni til frávísunar. Langtíma sterameðferð getur einnig valdið tímabundinni truflun á starfsemi nýrnahetta. Bíða þarf í tólf mánuði frá síðasta skammti til að leyfa nýrnahettunum að jafna sig.
  • Sumar af þeim meðferðum sem eru notaðar gegn exemi geta haft áhrif á ónæmiskerfið (e.g. azathioprine (Imuran®), ciclosporin, hydroxycarbamide (hydroxyurea, Hydrea®), mycophenolate (CellCept®)) og geta því falið einkenni um sýkingu. Eftir meðferðir sem hafa áhrif á allan líkamann (t.d. þegar lyf er tekið gegnum munn eða sprautu) þarf að bíða í tólf mánuði eftir að meðferð lýkur, til þess að mega gefa blóð.
  • Undir venjulegum kringumstæðum hefur notkun krema, s.s. tacrolimus (Protopic®) eða pimecrolimus (Elidel® ), ekki  ónæmisbælandi áhrif á líkamann. Þessi ónæmisbælandi áhrif eru líklegri ef lyfið er notað á stór húðsvæði (meira en lófasvæði handar) og skal í þeim tilvikum leita upplýsinga hjá starfsfólki Blóðbankans.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Exem, Útbrot