Malaría
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef:
- Viðkomandi hefur dvalið í lengri eða styttri tíma á malaríusvæði á undanförnum 12 mánuðum
- Í eftirfarandi tilfellum þarf að staðfesta með blóðrannsókn að malaríusmit sé ekki til staðar áður en gefa má blóð:
- Blóðgjafar sem hafa áður greinst með malaríu
- Blóðgjafar sem hafa einhvern tímann á lífsleiðinni dvalist á malaríusvæði lengur en 6 mánuði samfleytt
- Blóðgjafar sem hafa einhvern tímann haft óskilgreindan hita (sem gæti verið af völdum malaríu) á meðan dvalið var á malaríusvæði eða 6 mánuðum eftir að hafa yfirgefið svæðið
Nánari útskýringar
- Blóðrannsókn til þess að útiloka malaríusmit er gerð 4 mánuðum eftir að viðkomandi hefur yfirgefið malaríusvæði síðast, eða 4 mánuðum eftir lok meðferðar við malaríu
Til fróðleiks
- Malaría getur smitast með blóðgjöf og getur verið banvæn
- Tilfellum hefur verið lýst þar sem malaría hefur smitast með blóðgjöf mörgum árum eftir að blóðgjafi hefur verið á malaríusvæði
Ástæða breytingar
- Blóðgjafar sem hafa einhvern tímann á lífsleiðinni dvalist á malaríusvæði lengur en 6 mánuði samfleytt
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.