Gíardíusýki
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Einstaklingur má gefa blóð þegar 2 vikur hafa liðið frá því einkenni sýkingar gengu yfir
Nánari útskýringar
- Giardia er frumdýr sem finnst um allan heim. Vatn sem mengast hefur með Giardia lamblia er ein algengasta smitleiðin en helstu einkennin eru niðurgangur sem getur gengið yfir sjálfkrafa eða orðið þrálátur.
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.