Almennar reglur

Sýktur einstaklingur

  • Einstaklingur sem er smitaður af Trypanosoma cruzi sem veldur Chagas sjúkdómi má ekki gefa blóð

Einstaklingur í áhættu

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef viðkomandi telst vera í áhættuhópi, t.d. ef:
    • Fædd/ur í Suður-Ameríku eða Mið-Ameríku (þ.á.m. Suður-Mexíkó).
    • Móðir viðkomandi er fædd í Suður-Ameríku eða Mið-Ameríku (þ.á.m. Suður-Mexíkó)
    • Viðkomandi hefur fengið blóð í Suður-Ameríku eða Mið-Ameríku (þ.á.m. Suður-Mexíkó)
    • Viðkomandi hefur búið eða unnið á dreifbýlissvæðum í áðurnefndum löndum, þar sem sjálfsþurftarbúskapur er stundaður, lengur en í 4 vikur 
  • Ef viðkomandi er ferðamaður sem hefur ferðast um dreifbýli þar sem Chagas sjúkdómur er landlægur:
    • 6 mánaða frestur fyrir blóðgjöf ef án einkenna sjúkdómsins

Til fróðleiks

  • Suður-Amerísk höfgasótt er sýking af völdum sníkjudýrs sem nefnist Trypanosoma cruzi (T.cruzi)
  • Sýking af völdum T.cruzi er mjög algeng í mörgum hlutum í Suður eða Mið-Ameríku og er sýkingin oft einkennalaus
  • Um er að ræða langvinna sýkingu sem getur m.a. smitast með blóðgjöf og frá móður til ófædds barns
  • Skordýrin sem bera sýkinguna áfram finnast helst í dreifbýli og því lengur sem einstaklingur hefur dvalist í húsnæði með stráþaki eða leirveggjum því meiri hætta er á að viðkomandi hafi sýkst
  • Engin örugg lækning er til við þessari sýkingu
  • Einstaklingur sem hefur sýkst einhvern tímann á ævinni má því aldrei gefa blóð eftirleiðis

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tög: Trypanosoma, Sníkjudýr