Skilgreining

 • Á við um Dengue, Chikungunya og Zika veirur

Almennar reglur

 • Einstaklingur sem ferðast hefur til áhættusvæðis og greinst með veirusýkingu eða fengið einkenni smits:
  • Frestur fyrir blóðgjöf er 6 mánuðir 
 • Einstaklingur sem ferðast hefur til áhættusvæðis en verið einkennalaus:
  • Frestur fyrir blóðgjöf er 1 mánuður

Nánari útskýringar

 • Gjafa má samþykkja sex mánuðum eftir heimkomu frá áhættusvæði
 • Þessi bið styttist í fjórar vikur ef viðkomandi hefur ekki fengið einkenni eða merki um sýkingu

Tengt efni

Til fróðleiks

 • Dengue, Chikungunya og Zika veirur berast til manna með biti moskítóflugunnar (Aedes aegypti). sem er útbreidd um allan heim á milli breiddargráðu 5ºN and 35ºS. Þessar þrjár veirur eru útbreiddar í Karabíska hafinu, Suður- og Mið-Ameríku, Mexíkó, Afríku, Kyrrahafseyjum, Suðaustur-Asíu, Indlandsskaga og Hawaii. Dengue veiran hefur einnig greinst í Japan og í Ástralíu. 
 • Starfsfólk Blóðbankans gefur upplýsingar um hvaða lönd/landsvæði teljast vera áhættusvæði fyrir þessar veirusýkingar m.t.t. blóðgjafa.
 • Chikungunya er veira sem getur valdið misalvarlegum sjúkdómi, allt frá vægum einkennum til dauða. Algengast er að veiran valdi liðbólgum (sérstaklega í hnjám, ökklum eða smáliðum handa/fóta), sótthita og útbrotum. Vitað er að veiran getur smitast með blóðgjöf.
 • Dengue veiran veldur yfirleitt veikindum með háum hita og margs konar öðrum einkennum. Dengue er ein algengasta sýkingin sem berst með moskítóbiti og finnst í 128 löndum. 
 • Zika veiran getur borist til manna með moskítóbiti eða smitast með kynmökum. Zika sýking er oftast einkennalaus eða einkennalítil. 

Ástæða breytingar

 • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

 • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
 • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Veira, Vírus, Chikungunya, Dengue, Zika, Ferðalög, Hitabelti, Vektorbornar, Moskító