Skilgreining

  • Hiti > 37.8°C

Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef innan við 2 vikur hafa liðið frá því viðkomandi varð hitalaus

Nánari útskýringar

  • Ef hiti tengist kvefi eða annars konar sýkingu í efri öndunarvegi, en ekki er um influensu að ræða, má viðkomandi gefa þegar einkenni eru horfin að fullu
  • Ef hiti tengist malaríu, sjá tengil fyrir malaríu

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Hækkaður hiti getur verið merki um sýkingu sem gæti borist með blóðgjöf
  • Tveggja vikna bið minnkar líkur á að sýkingin berist með blóðgjöf
  • Engin gögn benda til þess að venjulegt kvef eða sýkingar í efri öndunarvegi berist með blóðgjöf en samt sem áður er mikilvægt að bíða þar til einkenni eru horfin áður en viðkomandi gefur blóð

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Hiti, Kvef, Flensa