Almennar reglur
- Ekki má gefa blóð ef innan við 6 mánuðir hafa liðið síðan:
- Einstaklingur sem sýktist af Vestur-Nílar veiru kom frá svæði þar sem veiran finnst
- Einstaklingur fékk einkenni sem samrýmst geta sýkingu vegna Vestur-Nílar veiru (annaðhvort á meðan viðkomandi var á svæðinu eða á fyrstu fjórum vikum eftir heimkomu)
Nánari útskýringar
- Ef engin einkenni sem tengjast sýkingu af völdum Vestur-Nílar veiru eru til staðar þurfa að líða 4 vikur frá heimkomu af svæði þar sem veiran finnst og þar til gefa má blóð
Tengt efni
Til fróðleiks
- Vestur-Nílar veiran er flavivirus, sem líkist Dengue, og veldur margs konar einkennum, allt frá vægum til lífshættulegra
- Veiran hefur fundist víða í Evrópu og Norður-Ameríku
- Veiran berst með biti moskítóflugna og er því útbreiddari á þeim tímum árs sem mokítóflugur eru virkar
- Hjúkrunarfræðingar Blóðbankans veita upplýsingar um frest á blóðgjöf tengdan ferðalögum
Ástæða breytingar
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: WNV, West Nile virus