Skilgreiningar

 • Þessar leiðbeiningar eiga við um eftirfarandi sýkingar:
  • SARS (Severe Acute Respiratory Syndrome)
  • MERS (Middle Eastern Respiratory Syndrome)
  • COVID-19 (vegna sýkingar með SARS-CoV-2 veiru, áður þekkt sem Kórónaveira 2019-nCoV eða Novel coronavirus) 
 • Bati eftir kórónuveirusýkingu:
  • Gjafi telst hafa náð bata ef hann/hún er hitalaus og án einkenna frá öndunarfærum. 

Almennar reglur

 • Staðfest kórónuveirusýking: 
  • Ekki má gefa blóð á meðan á sýkingu stendur.
  • Gefa má blóð ef að minnsta kosti 14 dagar hafa liðið frá því að einkenni hafa gengið yfir og einangrun lýkur.
 • Sóttkví (sjálfskipuð eða eftir fyrirmæli):
  • Ekki má gefa blóð fyrr en að minnsta kosti 14 dagar hafa liðið frá upphafi sóttkvíar
  • Gefa má blóð ef að minnsta kosti 14 dagar hafa liðið frá upphafi sóttkvíar og möguleg einkenni kórónuveirusýkingar hafa gengið yfir
 • Snerting við einstakling með staðfesta kórónuveirusýkingu:
  • Gefa má blóð ef gjafi hefur ekki verið sett(ur) í sóttkví, engin einkenni eru til staðar og gjafi samþykkir að láta vita ef hann/hún veikist eftir blóðgjöf
 • Ferðalög á áhættusvæði
  • Ekki má gefa blóð fyrr en að minnsta kosti 14 dagar hafa liðið frá ferðalagi til áhættusvæðis 
  • Starfsfólk Blóðbankans veitir upplýsingar um hvaða svæði teljast til áhættusvæða (sjá einnig vefsíðu Blóðbankans)

Nánari útskýringar

 • Þessar reglur eiga ekki við um kvef eða efri loftvegasýkingar af völdum annarra kórónuveira.
 • Blóðgjafar eru beðnir að láta vita veikist þeir innan 14 daga frá blóðgjöf

Tengt efni

Til fróðleiks

 • Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða sem nefnist SARS-CoV-2 veira og veldur COVID-19 sjúkdómi.
 • Ekki hefur verið sýnt fram á að kórónuveirur smitist með blóðhlutainngjöfum en ofangreindar reglur eru varúðarráðstafanir.  

Ástæða breytingar

 • Uppfærðar reglur um staðfesta sýkingu (einangrun)

Upplýsingar til blóðgjafa

 • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
 • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Kórónuveira, Kórónaveira, Coronavirus, NCoV, SARS, MERS, COVID-19, SARS-CoV-2