Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð eftir bólusetningu með lifandi bóluefni ef
    • Innan við 4 vikur hafa liðið frá bólusetningu
    • Stungustaður er bólginn eða ekki fullkomlega gróinn
    • Dæmi: mislingar, hettusótt, rauðir hundar, hlaupabóla, gulusótt, berklar, mænusótt (inntökulyf), taugaveiki (inntökulyf)
    • Athuga þó varðandi bólusetningu gegn bólusótt (kúabólu):
      • Ekki má gefa blóð ef innan við átta vikur hafa liðið frá bólusetningu og/eða húð hefur ekki fullgróið
  • Dauð bóluefni:
    • Enginn frestur ef líðan er góð
    • Dæmi: HPV, inflúensa, barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, lifrarbólguveira A, lungnabólgubaktería, mænusótt (stungulyf), taugaveiki (stungulyf), heilabólga vegna skógarmítils (TBE), japönsk heilabólga, hundaæði, kólera, heilahimnubólgubakteria, miltisbrandur
    • Athuga þó varðandi bólusetningu gegn lifrarbólguveiru B:
      • Ekki má gefa blóð ef innan við tvær vikur hafa liðið frá bólusetningu
  • COVID-19 (Pfizer/BioNTech, Moderna, AstraZeneca eða Janssen COVID-19 bóluefni)
    • Ekki má gefa blóð ef innan við 7 dagar hafa liðið frá bólusetningu
    • Ekki má gefa blóð ef stungustaður er bólginn, ekki fullkomlega gróinn eða merki um sýkingu/veikindi
    • Veikindi eftir bólusetninguna, ekki gefa blóð ef innan við 7 dagar eru liðnir frá því einkenni hurfu

 Nánari útskýringar

  • Flest dauð bóluefni gefin í fyrirbyggjandi skyni hindra ekki blóðgjöf en bólusetning með lifandi bóluefni getur hindrað blóðgjöf í ákveðinn tíma vegna hættu á smiti
  • Séu bóluefni gefin eftir að gjafi hefur hugsanlega verið útsettur fyrir smitefnum (t.d. eftir dýrabit) má ekki gefa blóð í ákveðinn tíma
  • Sérstakar reglur gilda um berklabóluefni (sjá tengt efni).
  • Við bólusetningu með dauðu bóluefni er ekki notað efni sem getur valdið sýkingu. Það þýðir að einstaklingur sem þiggur blóð frá gjafa sem nýlega hefur verið bólusettur er ekki í áhættu á að verða veikur. Þar sem Pfizer/BioNTech eða AstraZeneca COVID-19 bóluefni eru ný, þá er mælt með 7 daga fresti sem varúðarsjónarmið bæði fyrir blóðgjafa og blóðþega.

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Þegar bólusett er með lifandi bóluefni eru notaðir lifandi en veiklaðar veirur eða bakteríur sem virkja ónæmiskerfið en valda ekki alvarlegum veikindum. Hins vegar getur sá sem fær bóluefnið orðið veikur ef hann er með veiklað ónæmiskerfi eða veikur fyrir.
  • Þegar fjórar vikur hafa liðið frá bólusetningu með lifandi bóluefni ætti sýking vegna bóluefnis að hafa gengið yfir og berst þvi ekki með blóðgjöf
  • Næm próf fyrir HBsAg (lifrarbólga B) geta verið jákvæð stuttu eftir bólusetningu, því þarf að bíða með blóðgjöf í tvær vikur eftir slíka bólusetningu. Jákvætt próf getur leitt til þess að blóðpoka sé fargað og blóðgjafi beðinn um að koma í endurteknar prufur
  • Bólusetningu með dauðu bóluefni fylgir ekki sýkingahætta.  Þar af leiðir að það er hættulaust fyrir blóðþega að fá blóð úr blóðgjafa sem hefur verið bólusettur með dauðu bóluefni í fyrirbyggjandi skyni

Ástæða breytingar

  • Nýtt bóluefni

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

                                                                          

 

Tög: Mislingar, Hettusótt, Hlaupabóla, Rauðir hundar, Kúabóla, Mænusótt - bólusetning með inntökulyfi, Taugaveiki - bólusetning með inntökulyfi, Berklar, Barnaveiki, Stífkrampi, HPV, Inflúensa, Flensa, Kíghósti, Llifrarbólguveira A, Lungnabólgubaktería, Mænusótt - bólusetning með stungulyfi, Taugaveiki - bólusetning með stungulyfi, Lifrarbólguveira B, Bólusótt, Twinrix, TBE, Heilabólga vegna skógarmítils, Japönsk heilabólga, Human papilloma veira, Hundaæði, Kólera, Heilahimnubólgubaktería, ´Meningokokkar, Miltisbrandur, HBV, HAV, Kórónaveira