Almennar reglur

  • Ekki má gefa blóð ef meðferð hefur skilið eftir sig opin sár sem ekki hafa gróið

Nánari útskýringar

  • Kynfæravörtur, sjá tengil fyrir kynsjúkdóma hér fyrir neðan

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Vörtur orsakast yfirleitt af HPV (human papiloma virus) sem smitast með snertismiti og getur verið mjög smitandi
  • Vörtur geta komið fyrir bæði á húð og slímhúð
  • Kynfæravörtur eru með algengustu kynsjúkdómum en tengjast yfirleitt ekki áhættuhegðun í kynlífi svo frávísunar er ekki þörf
  • Sömu reglur gilda um frauðvörtur sem orsakast af sýkingu með annarri veiru (molluscum contagiosum virus, MCV)
  • Meðferð á vörtum getur valdið opnum sárum sem geta verið inngönguleið fyrir bakteríur í blóðrás. Berist bakteríur með blóðhluta í sjúkling getur það valdið lífshættulegum aukaverkunum.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Molluscum Contagiosum, Frauðvörtur, HPV, MCV, Kynfæravörtur, Sár