Bláæðabólga
Síðast uppfært: 28.10.2020
Almennar reglur
- Einstaklingur sem hefur fengið bláæðabólgu má ekki gefa blóð ef:
- Fleiri en eitt tilfelli undanfarna 12 mánuði
- Innan við ein vika hefur liðið frá því að meðferð lauk
Tengt efni
Til fróðleiks
- Margt getur valdið bláæðabólgu og oftast er orsökin ekki alvarleg. Endurteknar bláæðabólgur geta hinsvegar bent til alvarlegra undirliggjandi vandamála. Þess vegna mega þeir sem hafa fengið endurtekin tilfelli á innan við ári ekki gefa blóð.
- Meðferð getur aukið áhættu á marblettamyndun eða blæðingum eftir blóðgjöf og getur haft áhrif á gæði blóðsins. Þess vegna er einnar viku biðtími eftir að meðferð lýkur.
Ástæða breytingar
- Ný síða
Upplýsingar til blóðgjafa
- Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
- Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.