Almennar reglur

  • Búseta: Einstaklingur sem ekki er fæddur/uppalinn á Íslandi má verða blóðgjafi 3 mánuðum eftir flutning til landsins ef viðkomandi 
    • Hefur íslenska kennitölu
    • Áætlar að búa á Íslandi í a.m.k. eitt ár
    • Kemur frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Evrópu, Kanada eða Nýja-Sjálandi
  • Einstaklingar frá öðrum löndum geta gefið blóð ef minnst 6 mánuðir hafa liðið frá flutningi til landsins og reglur varðandi ferðalög blóðgjafa eru ekki fyrirstaða
  • Tungumál: Blóðgjafar verða að geta:
    • Skilið allt blóðgjafarferlið
    • Skilið og talað annaðhvort íslensku eða ensku
    • Skilið allar spurningar á heilsufarsblaði án aðstoðar
  • Ekki er leyfilegt að hafa með sér túlk, eða aðstandanda, til að túlka fyrir sig

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Ýmsar spurningar sem tengjast heilsufari geta komið upp í viðtali við hjúkrunarfræðing fyrir blóðgjöf.  Þar sem mjög mikilvægt er að blóðgjafi og hjúkrunarfræðingur skilji hvort annað vel er gerð krafa um að viðkomandi skilji og tali íslensku eða ensku vel.  

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Túlkur, Atferli, Hegðun, Enska, Íslenska, Útlendingar, Tungumál, Búseta, Fæðingarland, Erlendur borgari, Útlönd, Samskipti