Almennar reglur

  • Einstaklingur má ekki gefa blóð ef: 
    • Hefur sögu um óeðlilegar blæðingar eða marblettahneigð
    • Hefur arfgengan storkukerfissjúkdóm
    • Er arfberi fyrir storkukerfissjúkdóm
    • Hefur verið meðhöndlaður með storkuþáttum sem hafa verið unnir úr blóði

Tengt efni

Til fróðleiks

  • Einstaklingar sem hafa verið meðhöndlaðir með storkuþáttum sem unnir eru úr blóði geta verið í áhættuhópi fyrir sýkingar
  • Ef viðkomandi hefur sögu um óeðlilega miklar blæðingar eða marblettahneigð gæti blóðgjöf verið þeim skaðleg
  • Ef viðkomandi ber gen fyrir storkukerfissjúkdóm gæti blæðingarhætta verið til staðar þó viðkomandi hafi ekki haft einkenni
  • Einnig gæti blóðvökvi unninn úr blóði gjafans skort þá storkuþætti sem eru blóðvökvaþega nauðsynlegir

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

 

Tög: Mar, Marblettur, Storkuþættir, Dreyrasýki, Blæðari