Almennar reglur

  • Geðsjúkdómar hindra að jafnaði ekki blóðgjöf svo fremi sem viðkomandi
    • Líður vel 
    • Getur skilið allar upplýsingar og veitt þannig upplýst samþykki sitt fyrir blóðgjöf
    • Hefur ekki lagst inn á meðferðarstofnun síðastliðna 6 mánuði
    • Tekur ekki lyf sem hindra að gefa megi blóð og lyfjagjöf hefur ekki nýlega verið breytt (síðastliðinn mánuð)

Nánari útskýringar

  • Vægir geðsjúkdómar eru algengir en hindra ekki blóðgjöf svo fremi sem andleg líðan er góð og stöðug
  • Flest algeng þunglyndislyf hindra ekki blóðgjöf ef viðkomandi hefur verið á sama lyfi og lyfjaskammti í >1 mánuð
  • Hægt er að fá upplýsingar um hvort tiltekin lyf hindri blóðgjöf með þvi að hringja í afgreiðslu Blóðbankans í síma 5435500

Tengt efni

Ástæða breytingar

  • Flest algeng þunglyndislyf hindra ekki blóðgjöf 

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.

 

Tög: Þunglyndi, Kvíði, Geðklofi, Persónuleikaröskun, Oflæti, Mania