Almennar reglur

  • Ekki er ráðlagt að fara í líkamsrækt eða sund sama dag og gefið er blóð  

Til fróðleiks

  • Við hefðbundna blóðgjöf missir blóðgjafi um hálfan lítra af blóði sem getur haft áhrif á getu líkamans við áreynslu
  • Við líkamsrækt eða sund getur orðið mikið vökvatap og þess vegna of mikið álag fyrir líkamann að gefa blóð samdægurs
  • Einstaklingar sem hyggjast stunda líkamsrækt eftir blóðgjöf þurfa því að hafa í huga að blóðgjöfin getur haft áhrif á frammistöðu þeirra, auknar líkur eru á blæðingu á stungustað og yfirliði. Öruggast er að bíða með líkamsrækt til næsta dags til að forðast þessi vandamál.

Ástæða breytingar

  • Ný síða

Upplýsingar til blóðgjafa

  • Ef spurningar vakna um heilsufar vinsamlegast hafið samband við heilsugæslulækni.
  • Þessi síða er ekki ætluð til þess að leita upplýsinga um sjúkdómsgreiningar eða meðferð.
Tög: Íþróttir, Sund